Tónlistarmaðurinn Freyr heldur uppá nýja árið með því að gefa út enn eitt lag af komandi breiðskífu. Það heitir American Poster og var undireins bannað í Norður Kóreu, Líbýu, Íran og Kúbu.
Einhver snilldar algóriþmi komst að þeirri niðurstöðu að hér væri ameríkönsk áraóðursherferð í gangi. Í rauninni er þetta ljúft danslag og textinn kom til út frá skyndilegri uppljómun um hvað það er ótrúlega mikið góss af allskonar tagi sem er verið að fragta yfir heimshöfin og hvernig það væri að hafa hljómsveit með í hverri ferð. Eitthvað fyrir Eimskip, eða hvað?
Lagið er á öllum streimisveitum og á YouTube er að finna myndband sem systkinin Freyr, Viðar og Selma dunduðu sér við að gera yfir jólin. Selma sá um listræna hönnun og Atli Viðar um þrívíddartæknina. Wei Wei sá um endanlega klippingu.