Tónlistarmaðurinn Axel O sem er hvað þekktastur fyrir sveitatónlist var að gefa út nýtt lag og myndband. Lagið, sem er fyrsta útgáfa Axels á þýsku, heitir „Insel im Norden.”
Lagið er byggt á enskri útgáfu lagsins Island in the North, sem kom út fyrir ári síðan ásamt myndbandi. Þýska textann, sem er byggður á enska texta Axels, sömdu tónlistarmennirnir Willie Brian Jones og Klaus Pfreundner. Klaus Pfreunder er íslendingum að góðu kunnur, en hann er mikil íslandsvinur og söngvari þýsku hljómsveitarinnar Radspitz. Radspitz gerðu lagið „DER ISLÄNDER” sem kom út 2016 í kring um EM í knattspyrnu.
Sem fyrr nýtur Axel aðstoðar einvalaliðs tónlistarmanna í þessu lagi. Milo Deering frá Texas spilar á pedal steel, banjó, og kassagítar, Jóhann Ásmundsson á bassa, Sigurgeir Sigmundsson á rafgítar, Magnús Kjartansson á hljómborð, Fúsi Óttars á trommur, Dan Cassidy á fiðlu, og Ásgeir Páll Ásgeirsson sér um bakraddir.
Lagið var hljóðritað í Stúdió Paradís í Reykjavik og Acoustic Kitschen í Dallas, Texas, og myndbandið gerðu Eventa Films í Reykjavik.
Axel O á Facebook