Í sumar var lagið „Ride the Stream” spilað duglega á öldum ljósvakans eins og t.d RÚV, en ekki könnuðust margir við flytjandann, Frey þrátt fyrir stutta kynningu snemmsumars hérna á ALBUMM.
Freyr er hálfíslenskur, en uppalinn í norðurhluta Svíþjóðar. Nú er um að gera að kynnast honum betur í gegnum nýja lagið hans, „Avalon” sem honum sjálfum finnst marka nýjan kafla í tónlistarsköpun sinni. Lagið varð til í hljóðveri í Vancouver á meðan á upptökum stóð á stuttskífunni „I´m Sorry.”
Innblásturinn að laglínu og útsetningu eru hin fjölmörgu austurlensku hof sem Vancouver er þekkt fyrir, en textinn gefur augnabliksmynd af minnistæðu ferðalagi til Marseille.
Umræðan