Í dag, föstudaginn 30. apríl gefur tónlistarmaðurinn Aron Can út sitt fyrsta lag af væntanlegri plötu sinni.
Flýg Upp er nýtt og ferskt R&B slagari með poppuðu yfirbragði sem Þormóður Eiríksson pródúseraði. Ótrúleg vinna hefur staðið að baki hjá Aroni síðustu misseri en tónlistarmyndband í leikstjórn Erlends Sveinssonar mun fylgja útgáfunni og eflaust vekja mikla athygli. Hér má sjá stiklu úr myndbandinu og má sjá stórleik hjá okkar fremsta tónlistarfólki: GDRN, Birnir og Magnúsi Jóhann.
Það er óhætt að segja að íslenska tónlistarsenan sé í skýjunum að sjá einn vinsælasta tónlistarmann landsins mæta aftur með stæl.
Umræðan