ALBUMM
  • Music
  • Culture
  • Albumm TV
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Albumm
  • Music
  • Culture
  • Albumm TV
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Albumm
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Heim Music

Amiina með sitt fyrsta lag í fimm ár

Ritstjórn Albumm.is Eftir Ritstjórn Albumm.is
7. June, 2021
í Music
0 0
0
Amiina með sitt fyrsta lag í fimm ár

Ljósmynd: Juliette Rowland.

Deila á FacebookDeila á Twitter

Á föstudaginn sem leið, fjórða júní, sendir kvartettinn Amiina frá sér sitt fyrsta lag í fimm ár, en það er lagið Beacon, sem verður að finna á væntanlegri þröngskífu sveitarinnar, Pharology, sem kemur út 26. Júní. 

Kvikmyndalistamaðurinn Heimir Freyr Hlöðverson gerði myndbandið við lagið Beacon en Heimir gerði myndbandsverk við Pharology í heild og er Beacon hluti af því verki.  Pharology er fyrsta útgáfa amiina í hartnær fimm ár og hefur verið beðið af mikilli eftirvæntingu. Lögin á Pharology má rekja aftur til ársins 2019 þegar amiina var fengin til þess að taka þátt í tvíæringi í Danmörku þar sem sveitin gerði innsetningu í vita í Gilleleje, litlu þorpi í Danmörku. Titill plötunnar, Pharology, myndi því útleggjast sem „vitafræði”. Titlar laganna þriggja á plötunni vísa allir í þessi vitafræði. Myndbandsverki Heimis Freys við Pharology mætti lýsa sem nokkurs konar kvikmyndaljóði við plötuna og allt kapp lagt á að gera sjónrænum þáttum og hljóðgæðum hátt undir höfði í Bíó Paradís og mega gestir búa sig undir mikið sjónarspil.

Hljómsveitin amiina var stofnuð seint á síðustu öld og þá sem strengjakvartett skipuð þeim Hildi Ársælsdóttur, Eddu Rún Ólafsdóttur, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Sólrúnu Sumarliðadóttur. Sveitin gat sér fljótt gott orð fyrir mikla spunahæfileika og margslungnar útsetningar og starfaði með fjölda listamanna, ma. Jóhanni Jóhannssyni, Yann Tiersen, Efterklang, Spiritualized, og Sigur Rós svo einhverjir séu nefndir. Árið 2009 áskotnaðist sveitinni liðsauki tveggja nýrra meðlima, slagverksundrabarnsins Magnúsar Trygvasonar Eliassen og tilraunaraftónlistarmannsins Guðmundar Vignis Karlssonar (aka Kippi Kaninus); árið 2013 sögðu Edda og Hildur skilið við sveitina sem þá varð kvartett enn á ný.

amiina er þverfaglegur listahópur. Þau hafa farið á hljómleikaferðir vítt og breitt um heiminn, sent frá sér þrjár þröngskífur, fjórar smáskífur og þrjár breiðskífur í fullri lengd; „Kurr” (2007), „Puzzle” (2009), og „Fantomas” (2016). Útgáfur amiina hafa brúað bil milli ólíkra listforma, tónlistar, kvikmynda, leikhúss, dans- og myndlistar. Í aðdraganda útgáfu „Pharology” gera amiina sig klár til að láta ljós sitt skína enn á ný. Útgáfunni verður fylgt eftir með vorinu og fram á sumar.

amiina skipa:

Núverandi meðlimir: Maria Huld Markan Sigfúsdóttir, Sólrún Sumarliðadóttir, Magnús Trygvason Eliassen, Guðmundur Vignir Karlsson (aka Kippi Kaninus). Fyrrum meðlimir: Hildur Ársælsdóttir, Edda Rún Ólafsdóttir.

Tags: amiinaicelandic musicMusicnaturesigur rosVideo

Tengdar Greinar

15 EXCEPTIONAL ARTISTS NOMINATED FOR THE MUSIC MOVES EUROPE AWARDS 2024
Music

15 EXCEPTIONAL ARTISTS NOMINATED FOR THE MUSIC MOVES EUROPE AWARDS 2024

Bilbao, October 26, 2024 - The highly anticipated Music Moves Europe Awards 2024 is thrilled to unveil the fifteen...

Eftir Álfrún Kolbrúnardóttir
26. October, 2023
You might call this pure formalism
Music

You might call this pure formalism

How often have you wondered what it would sound like to compositionally mashup James Hetfield-type metal guitar and Clara...

Eftir Ritstjórn Albumm.is
31. August, 2023
This song deals with the nation’s persistent inflation issue
Music

This song deals with the nation’s persistent inflation issue

Guðlaugur Hjaltason, who performs under the name "Lýðskrum", has released the song "Verðbólguvandinn", the song was written by the...

Eftir Álfrún Kolbrúnardóttir
18. August, 2023
Svavar explores New Horizons with “Sunrise”
Music

Svavar explores New Horizons with “Sunrise”

Hailing from the beautiful country of Iceland, Svavar is a talented musician who has been making waves in the...

Eftir Álfrún Kolbrúnardóttir
8. July, 2023
Næsta frétt
DIMMA gefur út sína sjöttu breiðskífu

DIMMA gefur út sína sjöttu breiðskífu

Umræðan

albumm@albumm.is
steini@albumm.is
Sími: 768-8606
Faxafen 10, 108 Reykjavík

VALMYND

  • TÓNLIST
  • MENNING
  • ALBUMM TV
  • INNLIT
Albumm.is © 2021 Allur réttur áskilinn | Íslandsvefir hönnuðu og hýsa þennan vef.
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
  • Music
  • Culture
  • Albumm TV

© 2021 Albumm.is - Allur réttur áskilinn

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In

Add New Playlist