Tónlistarmaðurinn Floni gefur út plötuna Demotape 01 í dag, föstudaginn 23.júlí.
Demotape 01 er ákveðið form af mixtape-i sem hefur að geyma frelsi og gleði en hann segir hugmyndina hafa komið frá þeim óteljandi Demos sem hafa aldrei fengið að rata á fyrri plötur:
„Ég geri í kringum 200-300 demo lög á ári en það eru kannski 7-12 af þeim sem rata á plöturnar mínar, eftir meiri eftirvinnslu og því eru alltof mörg lög sem fá aldrei að líta dagsins ljós.”
Platan er unnin með einum fremstu pródúserum landsins, Young Nazareth, Mister Sir, Tommy, Izleif og Flona sjálfum.
Umræðan