Þungarokksveitin Alchemia sendir frá sér nýtt lag og myndband í stíl. Lagið heitir It’s Alright og verður að finna á fjórðu breiðskífu sveitarinnar þegar hún kemur út síðar á árinu.
Lagið er fyrsta útgáfa sveitarinnar síðan þeir gáfu út þriðju plötu sína, Lunatic Lullabies, árið 2016. Alchemia eru engir nýliðar í bransanum en sveitin hefur verið virk síðan 2017. Þeir virðast þó eldast eins og góður ostur, sem kristallast í þessu lagi sem einkennist af einstaklega þéttri spilamennsku, þroskaðri lagasmíð og þungum riffum, með laglínum sem sitja fastar í hausum hlustenda dögum saman eftir hlustun.
Íslenskt þungarokk er langt frá því að draga síðasta andann og Alchemia láta ekki kjurrt liggja á meðan lifir enn í eldinum!