Hljómsveitin AfterpartyAngel gefur út sýna fyrstu EP plötu, Death Presence. AfterpartyAngel, þau Elísabet Birta Sveinsdóttir og Heimir Gestur Valdimarsson eru bæði með bakrunn í kvikmyndagerð og gjörningalistum.
Tónlistin er erótískt drauma paunk, rafvædd með áhrifum allt frá sækadelíu, franskri nýbylgju til myrkrar danstónlistar.
Þau fluttu nokkur lög í stafrænum tónleikum í dag sem var partur af dagskrá árssýningu Listaháskólans í Malmö en útsendingin byrjaði kl 15:30 að íslenskum tíma. hægt er að sjá herlegheitin hér. Platan kemur út á litaðri tíu tommu vínyl plötu í 250 eintökum og er hægt að nálgast hana á bandcamp síðu hljómsveitarinnar.