Plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Tómas Freyr Hjaltason aka Tommi White afmæli 11. Júní og blæs til heljarinnar veislu á Slippbarnum. Auðvitað mun kappinn taka í spilarana en Tommi er einn færasti plötusnúður landsins og þó víðar væri leitað.
Tommi er ekki sá eini sem tekur í spilarana en skotinn, goðsögnin og plötusnúðurinn Dave Elders er mættur á klakann og lofar hann trylltu fjöri á Slippbarnum. Dave hefur unnið og komið fram með ekki ómerkari nöfnum en: DJ Sneak, Robert Owens, Honey Dijon, Marshall Jefferson, A Guy Called Gerald, Jocelyn Brown, Danny Krivit, Nicky Siano, Carl Dupree, Sandy Rivera, Yam Who?, Fish Go Deep, Horse Meat Disco, Graeme Park, Groove Assassin, Late Nite Tuff Guy, 808 State, Paul Trouble Anderson, Colin Hudd, Andy Ward, Bobby & Steve, Yogi Haughton O.fl.
Tónlist Dave má lýsa sem: deep/soulful house/garage yfir í real-deal disco og edits. Dave kemur reglulega fram í Edinburgh þar sem hann frá og uppalinn, en einnig kemur hann reglulega fram i Glasgow, UK og spáni svo afar fátt sé nefnt.
Tommi White spilar funky og djúpt sólar House, sem snertir bæði taugar dansþyrsta almúgans sem og heilafrumur og hendur.
Fjörið hefst kl 16:00 og stendur til kl 22:00 og er öllum boðið!
Umræðan