Hljómsveitin ADHD kemur fram á jazzklúbbnum Múlinn miðvikudagskvöldið 17. febrúar klukkan 20:00.
Vegna ástands í heiminum undanfarna mánuði hefur sveitin, eðli málsins samkvæmt, lítið getað spilað tónleika og því er tilhlökkunin gífurleg! Vegna fjöldatakmarkana er afskaplega takmarkað miðaframboð/sætaframboð og því þjóðráð að næla sér í miða sem allra fyrst hér.