Hljómsveitin CYBER var að senda frá sér glænnýtt tónlistarmyndband við lagið HOLD sem er af smáskífunni Bizness sem CYBER gáfu út í lok síðasta árs.
Platan er fyrsta raf/hiphop plata sem er próduceruð af íslenskri konu og hefur Cyber verið tilnefndar til „Íslensku Tónlistarverðlaunanna” 2018 fyrir Hip Hop plötu ársins.
„Lagið fjallar um það að bíða í ýmsum myndum. Bíða eftir því að komast að í bankanum, bíða eftir að einhver svari þér, bíða eftir því að fá breik, bíða eftir tækifærum. Í laginu kjarnast mörg þau þemu sem liggja fyrir á smáskífunni þar sem meðlimir hljómsveitarinnar velta fyrir sér þeim tíma og þeirri vinnu sem listamenn leggja að veði í von sinni um að fá eitthvað til baka frá samfélaginu.”
Í myndbandinu er reynt að skýra frá þessum hugmyndum á skemmtilegan hátt með ýmsu myndmáli.” Myndbandið er framleitt af Skýlinu, sem er nýtt íslenskt framleiðslufyrirtæki.