ALBUMM
  • Music
  • Culture
  • Albumm TV
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Albumm
  • Music
  • Culture
  • Albumm TV
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Albumm
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Heim Culture

Á eftir jarðar­förinni kemur brúð­kaupið

Ritstjórn Albumm.is Eftir Ritstjórn Albumm.is
7. April, 2022
í Culture
0 0
0
Á eftir jarðar­förinni kemur brúð­kaupið
Deila á FacebookDeila á Twitter

Brúðkaupið mitt er framhald af hinni geysivinsælu þáttaröð Jarðarförin mín sem sló á sínum tíma áhorfsmet í Sjónvarpi Símans Premium. 

Við höldum áfram að fylgjast með Benedikt og litríku fjölskyldu hans, nú 18 mánuðum seinna. Benedikt gengur vel að jafna sig á aðgerðinni lífshættulegu og stefnir á að giftast æskuástinni sinni, séra Ólöfu. Þegar gamla parið ætlar að segja allri fjölskyldunni góðu fréttirnar stelur Sígríður, fyrrverandi kona Benedikts, þrumunni. 

Sigríður tilkynnir að hún ætli að giftast Luis, argentíska ástmanni sínum. Þau eru með sömu dagsetningu í huga og Benedikt og Ólöf höfðu ákveðið að ganga í það heilaga. Til að bæta gráu ofan á svart byrjar heilaæxlið aftur að láta á sér kræla og tími Benedikts er að renna út. Hann fær sig samt ekki til að segja neinum slæmu fréttirnar en stingur upp á því að sameina brúðkaupin, svo hann nái að minnsta kosti að giftast áður en hann deyr. 

Hugmynd og handrit er eftir Heklu Elísbetu Aðalsteinsdóttur, Jón Gunnar Geirdal og Kristófer Dignus. Það er Glassriver sem framleiðir þættina fyrir Símann en öll þáttaröðin kemur í Sjónvarp Símans Premium um páskana.

Leikstjóri er Kristófer Dignus en hann leikstýrði einnig Jarðarförin mín. Laddi fer sem fyrr með hlutverk Benedikts, Ragnheiður K. Steindórsdóttir fer með hlutverk séra Ólafar, Ævar Þór Benediktsson og Birna Rún Eiríksdóttir fara með hlutverk unga parsins og Harpa Arnardóttir og Mario Glodek fara með hlutverk Sigríðar og Luis. Ungu stúlkurnar Sísí og Jasmín eru leiknar af Birtu Hall og Björk Friðriksdóttur.

Tengdar Greinar

Verður þú í partý ársins um verslunarmannahelgina!
Culture

Verður þú í partý ársins um verslunarmannahelgina!

Nú styttist heldur betur í eina stærstu helgi ársins, sjálfa Verslunarmannahelgina! Ertu ekki búinn að fá þig fullsaddan af...

Eftir Ritstjórn Albumm.is
25. July, 2023
Dansinn dunar, tónlist ómar, litríkur leikur og ljóð lesin
Culture

Dansinn dunar, tónlist ómar, litríkur leikur og ljóð lesin

Í sumar hafa níu Listhópar ásamt Götuleikhúsi Hins Hússins starfað við að útfæra fjölbreytt og metnaðarfull verkefni á listasviði....

Eftir Ritstjórn Albumm.is
29. June, 2023
Harlem Globetrotters kemur til landsins!
Culture

Harlem Globetrotters kemur til landsins!

Hið heimsfræga sýningar- og skemmtilið Harlem Globetrotters kemur í heimsókn til Íslands í heimsreisu ferð sinni 2023.  Liðið mun...

Eftir Ritstjórn Albumm.is
22. May, 2023
What are Diljá and Pálmi up to?
Culture

What are Diljá and Pálmi up to?

As the world knows, the musician Diljá is competing on behalf of Iceland in the Eurovision 2023, which will...

Eftir Ritstjórn Albumm.is
25. April, 2023
Næsta frétt
Markmiðið var að hljóma í senn kunnuglega og undarlega”

Markmiðið var að hljóma í senn kunnuglega og undarlega"

Umræðan

albumm@albumm.is
steini@albumm.is
Sími: 768-8606
Faxafen 10, 108 Reykjavík

VALMYND

  • TÓNLIST
  • MENNING
  • ALBUMM TV
  • INNLIT
Albumm.is © 2021 Allur réttur áskilinn | Íslandsvefir hönnuðu og hýsa þennan vef.
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
  • Music
  • Culture
  • Albumm TV

© 2021 Albumm.is - Allur réttur áskilinn

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In

Add New Playlist