Raftónlistarútgáfan Móatún 7 er heldur betur að gera góða hluti um þessar mundir en útgáfan sérhæfir sig í 7″ vínylplötum, og eru framleiddar hér á íslandi. Útgáfurnar eru nú orðnar alls 70 talsins og hafa selst í meira en 2000 eintökum (nánast eingöngu sent úr landi).
Á þessum 70 plötum má finna gríðarlegt magn af íslenskri raftónlist, t.a.m. Skurken, Biogen, Röskva, Futuregrapher, Andartak ofl. En á plötunum má einnig finna stór raftónlistarnöfn eins og Future Sound Of London, Plaid, B12, Metamatics ofl en allt eru þetta goðsögn raftónlistarheiminum.
Spilanir á bandcamp síðu útgáfunnar á síðasta ári voru nokkuð mörg þúsund, sem telst virkilega góður árangur! Síðasta 7″ útgáfan er með þýsku sveitinni Drøn en sú sveit er þekkt í raftónlistinni víða.