Hljómsveitin Séra Bjössi hafa gert garðinn frægan með lögum á borð við Djamm Queen og Ég er svo flottur.
Þeir voru kosnir Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum 2020 en eru nú mættir aftur með nýtt lag og nýtt myndband. Lagið Rokkstjarna kom út í dag en eins og nafnið ber til kynna er það rokkað með pönkuðu popp þema. Rokkstjarna gefur ferskan og öðruvísi blæ fyrir komandi sumar í íslenskri popp-tónlist.
„Við ákváðum að gera þetta lag sem smá throwback á okkar yngri ár. Við erum aldnir upp í kringum Pop Punk lög og unglingsárin einkenndust af allskonar vitleysu sem þessi lög ýta vissulega undir” segja þeir félagar um lagið.”
Lagið er einnig komið út á Spotify
Umræðan