Samosa er nýtt DIY-tónlistarverkefni leitt af Samúel Reynissyni en fyrsta smáskífan “Dragons At Home” kom út 14. febrúar á öllum veitum og er í psychedelic rokk stíl.
3 smáskífur í viðbót eru væntanlegar á þessu ári og hver þeirra nefnd eftir landvætti. Með drekann kominn út er fuglinn í aðalhlutverki á næstu plötu, sem mun innihalda synth-gjarnari tónlist. Þessar smáskífur eru konsept-plötur sem fjalla um hver skoðun þessara landvætta (sem er túlkað á nýjan hátt af Samosa) væri gagnvart nútímalegra samfélagi og hverju þau myndu eflaust vera ósammála.

Nánari upplýsingar um söguna sem plöturnar tengjast í gegnum verða geymdar á instagram síðu Samosa. Tónlistarmyndbönd fyrir valin lög af hverri EP eru einnig væntanleg þegar veður skánar og fjármagn er til staðar. Verkefnið er mjög svo innblásið af öðrum rokkhljómsveitum sem hafa nýtt fantasíu-þema í laga- og plötugerð, eins og King Gizzard og Rush.
Umræðan