Smárabíó tók við þriðju hæð Smáralindar eftir að Tívolíið lokaði í mars 2019. Það heitir í dag Skemmtisvæði Smárabíós, og er hluti af Smárabíó. Skemmtisvæðið stækkaði svo yfir á neðri hæð vetrargarðsins í sumar, og er beðið eftir með miklum væntingum að geta opnað þessa glæsilegu aðstöðu með látum þegar fjöldatakmarkanir minnka. Áherslur skemmtisvæðis er upplifun og tækni og verður boðið upp á spennandi afþreyingu fyrir einstaklinga, hópa og afmæli. Sýndarveruleiki, lasertag, spilatæki, rafíþróttir, kareoke og frábær aðstæða fyrir hópa.
„Við bíðum spennt eftir að fá að opna allt skemmtisvæðið okkar almennilega,“ segir Lilja Ósk Diðriksdóttir markaðsstjóri smárabíós og skemmtisvæðisins. „Við erum nú með þrjá lasertag sali þar sem einn er í sýndarveruleika. Einn klassískur með blacklight og svo nýi völlurinn okkar Junkyard – Battle Royale. Glæsileg VR – sýndarveruleikasvæði þar sem allt að átta manns geta spilað saman, rafíþróttasvæði og glæsilega barnagæslu. Svo vorum við að fá glæný tæki í leiktækjasalinn okkar. Einnig erum við komin með nýtt lounge sem við hlökkum til að geta opnað og tekið á móti hópum. Við settum einnig vildarklúbbinn okkar af stað í desember sl., Bíóklúbburinn, sem við erum að halda áfram að þróa og hlökkum til að kynna nýjungar tengdar honum á nýju ári,“ útskýrir hún spennt.
Bjóða uppá snertilausa þjónustu
„Við erum með frábæra heimasíðu og app sem hægt er að kaupa bíómiða og veitingacombo fyrirfram. Einnig er hægt að versla í sjálfsölum sem eru staðsettir fyrir framan innganginn. Þannig er hægt að hafa snertilaus viðskipti og bíógestir skanna sjálfir inn miðann sinn í sjálfvirkum hliðum sem eru staðsett við inngang. Þessi lausn er komin til að vera og við höfum fengið frábær viðbrögð,“ útskýrir hún og bætir við að sjoppan hefur svo verið breytt yfir í sjálfsafgreiðslu að mestu þar sem gestir sækja vörurnar sínar sjálfir áður en komið er að kassa. „Sú lausn hefur reynst mjög vel og við erum nú að þróa þá lausn enn frekar.“
Hvernig eru kvikmyndirnar valdnar sem fara í sýningu? „Við fáum langmest af okkar myndum í gegnum þau stúdíó/umboð sem við erum með og þær kvikmyndir eru oftast sýndar í kvikmyndahúsum um allan heim.“
„Við þurfum oft að horfa á margar kvikmyndir og reyna að sigta út þessar bestu sem við teljum að muni höfða til landans. 2021 verður sannkallað bíóár þar sem beðið er eftir að sýna mikið magn af stórmyndum“
Spurð hvort það sé ekki úr miklu að velja, segir Lilja að framboðið er mjög mikið. „Við þurfum oft að horfa á margar kvikmyndir og reyna að sigta út þessar bestu sem við teljum að muni höfða til landans. 2021 verður sankallað bíóár þar sem beðið er eftir að sýna mikið magn af stórmyndum. James Bond, Ghostbusters, Black Widow og Venom 2 svo fátt sé nefnt. En við byrjum ballið með Wonder Woman sem verður sýnd 18. desember.“
Að lokum segir Lilja að þau séu ávallt með puttann á púlsinum að fylgjast með nýjum tækifærum og því margt spennandi á döfinni hjá þeim sem þau munu tilkynna þegar nær dregur.
Skemmtisvæði
Smárabio á Facebook og Instagram
—–
Þessi grein er unnin í samstarfi við Smárabíó.