ZHRINE HITAR UPP FYRIR TÓNLEIKAFERÐ UM N-AMERÍKU Á GYM & TONIK

0
zhrine-2

Hljómsveitin Zhrine.

Hljómsveitirnar Zhrine og VAR halda tónleika í Gym & Tonic á KEX Hostel annað kvöld, miðvikudaginn 26. Október.  Zhrine samdi nýverið við hina virtu hljómplötuútgáfu Season Of Mist sem gaf út nýjustu breiðskífu þeirra, Unortheta.

zhrine-1

Season of Mist hefur verið að horfa hýru auga til íslensku þungarokkssenunnar sem er í miklum blóma og eru hljómsveitirnar Sólstafir, Auðn og Kontinuum einnig með samning hjá útgáfunni. Abbath, Gorguts, The Dillinger Escape Plan, Mayhem og Morbid Angel eru meðal virtra sveita sem útgáfan hefur gefið út og er þetta því stórt tækifæri fyrir Zhrine.

Zhrine heldur til Bandaríkjanna og Kanada þar sem þeir munu hita upp fyrir Ulcerate frá Nýja Sjálandi sem er mjög virt sveit á alheimsvísu. Tónlist Zhrine er gjarnan kölluð „atmospheric black metal“ meðal tónlistarspekinga og eru þeir á góðri leið með að skapa sér nafn ytra og hafa miðlar á borð við Vice Magazine fjallað um sveitina. KEX Ferðasjóður styrkir sveitina til tónleikaferðarinnar í fyrstu úthlutun sjóðsins í byrjun sumars. Næsta úthlutun verður í apríl á næsta ári.

var

Hljómsveitin VAR.

Hljómsveitin VAR var stofnuð af hjónunum Júlíusi Óttari Björgvinssyni og Myrru Rós Þrastardóttur árið 2013.  Þau gáfu út sína fyrstu þröngskífu í þeirri mynd hjá Beste Unterhaltung í Þýskalandi árið 2014.  Fljótlega eftir útgáfuna gengu þeir Andri Freyr Þorgeirsson, Arnór Jónasson og Egill Björgvinsson til liðs við sveitina og stækkaði hljómur hennar til muna.
VAR mun senda frá sér breiðskífu á næsta ári.

Frítt er inn á tónleikana og hefjast þeir stundvíslega klukkan 21:00.

Comments are closed.