YTRI MÖRK ÓLÍKRA TÓNLISTARSTÍLA KANNAÐIR MEÐ ÁHERSLU Á FORM OG BYGGINGU

0

Pan og Þorkell

Flugufen er ný plata með hljómsveitinni Ambátt sem er samstarfsverkefni Pan Thorarensen og Þorkels Atlasonar. Platan er gefin út á vínyl og stafrænt á netinu og inniheldur hún sjö ný lög.

Flugufen hefur verið í vinnslu með hléum undanfarin þrjú ár og eru þar könnuð ytri mörk ólíkra tónlistarstíla með áherslu á form og byggingu. Á plötunni leikur einnig þýski trompetleikarinn Sebastian Studnitzky og Katrína Mogensen (Mammút) syngur.

Albumm.is náði tali af Pan Thorarensen og svaraði hann nokkrum laufléttum spurningum.

Hvernig kom til að þú og Þorkell Atlason stofnuðu hljómsveitina Ambátt?

Ég og Þorkell unnum saman plötuna If You Fall You Fly með Beatmakin Troopa sem kom út árið 2012. Samstarfið gekk vel og var það kveikjan á þessu nýja spennandi projecti Ambátt.

Ambátt

Er platan búin að vera lengi í vinnslu og gekk ferlið áfallalaust fyrir sig?

Flugufen er búin að vera þrjú ár í vinnslu með hléum. Búin að vera löng og erfið fæðing og er mikil gleði að Platan sé loksins komin út.

Er stefnt á að fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi?

Já, spiluðum tvisvar á Airwaves þar sem Flugfen var kynnt og spiluð með hljómsveit í Iðnó og í Kaldalóni Hörpu. Við erum að bóka útgáfutónleika hér heima ásamt tónleikum erlendis á næsta ári.

Pan Thorarensen

Hvað er framundan hjá þér og Ambátt?

Framundan er Undirbúningur fyrir Berlin X Reykjavik, Extreme Chill Festival 2017, Stúdíó og upptökuvinna á nýrri plötu Beatmakin Troopa og Stereo Hypnosis og að sjálfsögðu kynningar og tónleikahald með Ambátt allt næsta ár!

Comments are closed.