YOUTUBE STJARNA Á NOKKRUM MÁNUÐUM

0

sorelle-2

Ljósmyndarinn og Youtube stjarnan Sorelle Amore kemur frá Ástralíu en er um þessar mundir búsett á Íslandi. Sorelle byrjaði að setja myndbönd á Youtube í Ágúst 2016 og í dag fær hún mörg hundruð þúsund áhorf á myndböndin sín. Myndböndin geta verið allt frá því að raka af sér hárið yfir í að vera upp á jökli í bikiní, bráð skemmtilegt!

Sorelle er hnittin, skemmtileg og opin um líf sitt og svo skartar hún ómótstæðilegu brosi sem bræðir hvert mannsbarn!

Albumm.is náði tali að þessari skemmtilegu stelpu og spurðum við hana spjörunum úr!

Hvernig kom það til að þú varðst youtube stjarna?

Hahaha! Ég lít ekki á mig sem Youtube stjörnu. Áhorfin fóru fjölgandi eftir því sem ég gerði fleiri myndbönd en einnig er vinur minn einskonar Youtube stjarna og hann hjálpaði mér töluvert.

sorelle-3

Hvernig kviknaði sú hugmynd að taka upp myndbönd og skella þeim á Youtube?

Um leið og ég sá öll þessi myndbönd á netinu varð ég strax mjög spennt! Mig langaði að gera mín eigin myndbönd og deila þeim með heiminum. Ég byrjaði að fikta við þetta fyrir um sex árum síðan en hætti mjög oft. Í ágúst 2016 ákvað ég að hætta að láta mig dreyma og ákvað að framkvæma! Það getur verið mikið stress sem fylgir þessu en þetta er vel þess virði. Það eru mjög margir sem skilja þetta ekki alveg en ég sé endalausa möguleika í þessu. Ég hef ekkert plan B og er mjög ánægð að hafa kýlt á þetta.

sorelle-4

Komu vinsældirnar þér á óvart?

Já og nei. Vinsældirnar komu frekar fljótt en ég er ekki búin að vera mjög lengi í þessu þannig þetta er bara rétt að byrja. Ég vinn mjög mikið og legg mikinn metnað í þetta og vona svo innilega að þetta eigi bara eftir að stækka.

Hvernig verður fólk vinsælt á Youtube, áttu einhver ráð fyrir fólk sem er að byrja?

Það getur verið flókið að byrja og vita hvað maður vill gera. Um leið og maður er komin af stað og farin að fá ágætis áhorf fer þetta að vera gaman og þá er erfitt að hætta! Einnig er mjög mikilvægt að vinna með öðru fólki og tengjast fleiri sem eru á sömu braut og maður sjálfur.

sorelle

Fylgist þú með einhverju Youtube stjörnum?

Já ég verð að gera það. En það eru allskonar myndbönd, algjört bland í poka!

Eitthvað að lokum?

Takk fyrir að hafa mig á Albumm.is, þetta er æði!

Hér fyrir neðan má sjá nýjasta myndband Sorelle Amore á youtube.

Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast nánar með Sorelle Amore:

https://www.youtube.com/user/SorelleIAm

http://www.sorelleamore.com/

https://www.instagram.com/sorelleamore/

https://twitter.com/SorelleAmore

 

Skrifaðu ummæli