YOUNG KARIN DROPPAR TRYLLTU LAGI OG MYNDBANDI

0

Young Karin eða Karin Sveinsdóttir eins og hún heitir fullu nafni var að droppa brakandi fersku lagi og myndbandi sem ber heitið „Peakin.”  Karin er ekki einsömul í laginu en Logi Pedro ljáir því einnig rödd sína! „Peakin” er hreint út sagt tryllt lag með þykkum og dáleiðandi hljóðheim!

Myndbandið smellpassar laginu en það er unnið af Þórsteini Sigurðssyni betur þekktur sem Xdeathrow! Þetta mun vera hans fyrsta myndband en hann er einn fremsti ljósmyndari landsins. Af myndbandinu að dæma eigum við klárlega eftir að sjá fleiri myndbönd frá kappanum!

„Peakin” er samið og útsett af Loga Pedro en Oculus sá um masteringu!

Youngkarin.com

Instagram

Xdeathrow.com

Skrifaðu ummæli