YNGSTA HLJÓMSVEIT LANDSINS STEKKUR Í REYKJAFOSS

0

Yngsta hljómsveit landsins, hin nýstofnaða MíóTríó er skipuð þremur ungum stelpum úr Grunnskólanum í Hveragerði en þær voru að gefa út sitt fyrsta lag og myndband sem ber heitið „Förum í sumarfrí.“

MíóTríó er hljómsveit sem stofnuð var árið 2017 af þremur ungum flytjendum sem þá voru allar í Grunnskólanum í Hveragerði. Fyrsta verkefni MíóTríó var að taka þátt í Samfés og sigraði hljómsveitin keppnina á Suðurlandi og tók svo þátt í aðalkeppninni í Laugardagshöll.

MíóTríó eru þær Gígja Marín sem syngur, Gunnhildur Fríða sem syngur og spilar á píanó og svo Hrafnhildur Birna sem syngur bakraddir og spilar á gítar og bassa. MíóTríó hefur nú þegar verið bókað til að spila lög sín á hinum ýmsum bæjarhátíðum í sumar.

Myndbandið er tekið upp á ýmsum fallegum stöðum í og við Hveragerði en lokaatriðið í myndbandinu er rosalegt þar sem þær allar þrjár stökkvar í Reykjafoss!

Skrifaðu ummæli