ýmsir gestaspilarar og Íslenskir textar í fyrirrúmi

0

Tónlistarmaðurinn Markús Bjarnason (Markús & The Diversion Sessions, Stroff, Skátar, Sofandi) er með nýtt verkefni í burðarliðnum sem kallast Markús og Alkemistarnir. Þar eru íslenskir textar í fyrirrúmi en hljómsveitin samanstendur af kjarnahrynsveit og ýmsum gestaspilurum.

Sveitin var að senda frá sér tvöfaldan singul sem ber heitið „Seinasta tegundin.” Lagið var tekið upp á vormánuðum í Keflavík í Stúdíó Lubbi Peace af Inga Þór Ingibergssyni. „Seinasta tegundin” er dúett en auk Markúsar syngur Elín Elísabet Einarsdóttir.  

Ási Þórðarson spilar á trommur, Ingvi Rafn Björgvinsson á rafbassa og Markús spilaði á ryþmagítar. Fjölda gesta komu og spiluðu inn og má þar til dæmis nefna Kristján Hrannar Pálsson á píanó, Arnór Brynjar Vilbergsson á orgel, Örn Ingi Ágústsson á rafgítar, Ingi Þór upptökustjórinn hristi tamborinu og hristur.

Á sömu plötu má einnig finna lag sem ber heitið „Eldurinn” en það er akústíska lagið á plötunni. „Eldurinn” var tekið upp í lítilli kirkju í Höfnum af Gísla Kristjánssyni.

Haraldur Ægir Guðmundsson spilar á kontrabassa, Höskuldur Eiríksson á slagverk, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á fiðlu ( smávíólu )  og harmonikku. Í bakröddum voru Kristín Björk Kristjánsdóttir a.k.a. Kira Kira, Elín Elísabet Einarsdóttir, Marteinn Sindri Jónsson, Ari Frank Inguson og  Katrin Hahner a.k.a. Miss Kenichi.

 

Skrifaðu ummæli