Hljómsveitin Ylja og Teitur Magnússon ásamt fylgdarliði ætla að blása til tónleikaveislu á Café Rosenberg annað kvöld, föstudaginn 22. maí. Fyrirvarinn er lítill en gleðin er mikil. Fullkominn „palate cleanser“ á milli tveggja Eurovision kvölda.
Gígja Skjaldardóttir:
„Ég veit að fyrirvarinn er stuttur en það er alltaf svo ótrúlega hugguleg stemming á Rósenberg þannig að þegar við fréttum að dagurinn hefði losnað þá vorum við ekki lengi að svara kallinu og ákveða að henda í tónleika“
Bjartey Sveinsdóttir:
„Svo voru Teitur og félagar til í að vera með. Þá er bara að hringja í umboðsmanninn og koma hlutunum af stað. Þetta er ekki flókið.“
Tónleikana ætlar Ylja að nýta til nokkurs konar upphitunar og æfingar fyrir tónleika sína á tónlistarhátíðinni Saga Fest sem fer fram um helgina á Stokkseyrarseli í Árborg.
Hvar: Café Rosenberg, Klapparstíg 25, 101 Reykjavík
Dags: Föstudaginn 22. maí
Tímar: Opið frá 17:00 Borðapantanir í síma: 551 2442 – Tónleikar hefjast kl 22:00
Verð: 2.000 kr.
Miðasala: Selt inn við hurð. Engin forsala.
Skoðanir