ÝLIR VEITIR FIMM MILLJÓNUM TIL TÓNLEIKA OG TÓNLISTARVERKEFNA Í HÖRPU

0

harpa

Tónlistarsjóður  Hörpu fyrir ungt fólk hefur það að markmiði að ýta undir fjölbreytt tónlistarlíf í tónlistarhúsinu.

Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu, Músíktilraunir, Upptakturinn og útgáfutónleikar Mammút eru meðal þeirra tónleika, tónlistarhátíða og fræðsluverkefna sem Ýlir – tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk mun styðja við á næstu mánuðum. Alls hljóta 13 tónleikar og tónlistarverkefni nú styrk frá sjóðnum upp á samtals fimm milljónir króna.

Ýlir – tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk hefur það að markmiði að styðja efnilegt tónlistarfólk og veita því tækifæri til að koma fram í húsinu. Sjóðurinn einsetur sér að styðja við verkefni af ólíkum toga og ýta þannig undir fjölbreytt tónlistarlíf í Hörpu.

Á síðustu fjórum árum hefur sjóðurinn stutt við rúmlega þrjátíu tónleika, tónlistarhátíðir og fræðsluverkefni í Hörpu. Má þar nefna Nótuna uppskeruhátíð tónlistarskóla í landinu, tónleikaseríurnar Eflum ungar raddir og Tónsnillingar morgundagsinsMúsíktilraunir sem í rúmlega þrjá áratugi hefur verið vettvangur fyrir ungar og efnilegr hljómsveitir til að koma sér á framfæri, þungarokkshátíðina Wacken Metal Battle á Íslandi, lokatónleika Stelpur rokka – og tónleika listamanna á borð við Agent Fresco, Ylja, Elfu Rún Kristjánsdóttur og Emmsjé Gauta.

Alls bárust sjóðnum hátt í 30 umsóknir í því umsóknarferli sem nýlega lauk.  Meðal þeirra þátta sem stjórn sjóðsins lítur til við afgreiðslu umsókna er hvernig verkefnið nýti möguleika Hörpu sem tónlistarhúss, möguleikar þess til að höfða til nýrra áheyrendahópa og hvernig það nýtist ungu og efnilegu tónlistarfólki.

Verkefnin er nú hljóta stuðning   Fjárhæð
Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu 1.000.000
Mammút – útgáfutónleikar 500.000
Óskalög þjóðar í Hörpu  – Samt. ísl. lúðrasveita 500.000
Blikktromman – tónleikasería 500.000
Upptakturinn 2016 – Tónköpunarverðlaun barna og ungmenna 400.000
Óperuakademía Unga fólksins 400.000
ErraTAK 300.000
Músíktilraunir 2017 300.000
iTrio – Harmonikkutríó, tónleikar 300.000
Kvöldvaka – Flutningur á íslenskum þjóðlögum 250.000
Vaginaboys – útgáfuptónleikar 200.000
Ný kynslóð – óháðir kórar – tónleikar 200.000
Elín Dröfn Jónsdóttir – Vídeótónleikar m. heyrnartólum 150.000

 

Tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk, sem síðar fékk nafnið Ýlir – tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk, var stofnaður í lok árs 2010 þegar Menningarsjóði SPRON var slitið með úthlutun til ýmissa mennta-, menningar- og góðgerðarmála. Alls var 80 milljónum króna varið til stofnunar þessa tónlistarsjóðs sem ætlaður er til þess að veita ungu og efnilegu tónlistarfólki tækifæri á að koma fram í  Hörpunni.

Comments are closed.