Ylfa Rúnars í erlendri snjóbrettamynd!

0

Ljósmynd: Daniel Bernstál.

Snjóbrettamyndin The Uninvited var að koma út en myndin skartar eingöngu stelpum sem eru að hasla sér völl í snjóbrettaheiminum! Íslenska snjóbrettakonan Ylfa Rúnars á nokkur tryllt trikk í myndinni og er alls ekki slæmt að eiga okkar fulltrúa í þessarri glæsilegu mynd!

The Uninvited er unnin af Jess Kimura en hún hefur svo sannarlega komið víða við og framleitt mikið af frábærum snjóbrettamyndum!Veturinn er að skella á og óhætt er að segja að snjóbrettaiðkendur bíða óþreyjufullir eftir snjónum. Þangað til að lyfurnar opna mælum við að skella á play og horfa!

Skrifaðu ummæli