YLFA MARÍN SENDIR FRÁ SÉR NÝTT LAG OG MYNDBAND

0

ylfa

Tónlistarkonan Ylfa Marín var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem nefnist „For You.“ Lagið var samið á haustmánuðum ársins 2015 af Ylfu Marín og Ásgeiri Erni Sigurpálssyni. Lagið er fyrsti síngúll af sólóverkefni Ylfu sem hún hefur verið að vinna að undanfarna mánuði.

„Lagið er um söknuð og endurminningar sem vekja hjá manni hinar ýmsu tilfinningar eins og sorg, reiði og gleði.“ – Ylfa Marín

Myndbandið er leikstýrt og klippt af Ylfu Marín.

Comments are closed.