YFIR TVÆR MILLJÓNIR HAFA SKOÐAÐ MYNDBAND BJARKAR

0

Yfir tvær milljónir hafa skoðað myndband Bjarkar eftir að það var frumsýnt á nowness.com í gær.  Þetta áhrifamikla myndbandsverk Bjarkar var unnið í samvinnu við Alessandro Michele (hönnuður fyrir Gucci) og listamanninn Andrew Thomas Huang.

“The Gate er í eðli sínu ástarlag, en ég á við ‘ást’ í æðra veldi. Vulnicura fjallaði um persónulegan missi, og ég held að nýja platan sé um ást sem er jafnvel enn mikilfengri . Hún er um að enduruppgötva ást –en fremur á andlegan hátt, þar sem mig skortir rétta orðið til að lýsa þessari ást.“ – Björk, Dazed magazine

The Gate er sjálfstætt framhald af Vulnicuru. Þetta er fyrsta innsýn inn í útópíu Bjarkar. Hurðin liggur í sári Vulnicuru sem nú birtist ummyndað í gátt tengda á milli hjarta tveggja elskanda. Ekki elskanda í hinum hefðbundna rómantíska skilningi orðsins, heldur víðari alheims skilningi orðsins. Rauður þráður í gegnum nýja lag Bjarkar, The Gate, er yfirlýsing um von sungin af konu sem er brotin og endurmótuð í ljóslýsandi heild.”

“Ég er sérstaklega stoltur af þessari stuttmynd, þar sem mér líður eins og hér sé hámarkinu náð á fimmára samstarfi mínu við Björk og James Merry. Þetta hefur verið svo nærandi samstarf og þessi stuttmynd gefur fullkomna mynd af hug okkar og hjörtum. Það er draumur að hönnun Alessandro Michele sé þungamiðja þessarar stuttmyndar..”

“Mig langar að benda sérstalega á sýndarveruleikafélaga mína Wolf & Crow sem hafa unnið óvenju magnaða vinnu í þessu myndbandi. Að byggja slíkan heim tekur heilt þorp og ég er ákaflega þakklátur fyrir að vinna í samfloti með þessum listamönnum.”

Lag Bjarkar the Gate kemur  út á 12” vínyl næst komandi föstudag, 22. Sept.

Skrifaðu ummæli