YFIR 30 LISTAMENN TAKA ÞÁTT Í CHRISTMAS EDITIONS 2017

0

Laugardagurinn 9. desember kl. 17:00 efnir Gallery Port til markaðar og sýningar á Laugavegi 23b, Christmas Edition. Að þessu sinni eru það verk í upplagi sem verða í aðalhlutverki. Fjöldi listamanna, bæði yngri og eldri, munu bjóða fram verk sín, allt frá prenti og bókverki, vídeóverkum til skúlptúra.

Listaverk í upplagi eru oft ódýrari en önnur og henta þannig bæði vel til gjafa og sem góður kostur fyrir ungt fólk sem vill eignast sín fyrstu listaverk eða bæta við verkum í sitt eigið safn. Samhliða opnun markaðarins kynnir Gallery Port nýtt hliðarverkefni sitt í samstarfi við kaffihúsið Reykjavík Roasters: Gallery Port Editions á Kárastíg 1.

Yfir 30 listamenn taka þátt og þá er nær öruggt að einhverjir fleiri bætist við á næstu dögum:

Arnar Ásgeirsson, Arna Óttarsdóttir, Árni Már Erlingsson, Daníel Björnsson, Eva Ísleifs, Fritz Hendrik, Geoffrey Skywalker , Guðmundur Thoroddsen, Gunnar Jónsson, Helga Páley, Héðinn Finnsson, Hugleikur Dagsson , Hrefna Hörn Leifsdóttir, Ingimar Einarsson, Jóhann Ludwig Torfason, Katla Rós, Katrín I. Hjördísardóttir Jónsdóttir, Leifur Ýmir, Loji Höskuldsson, Or Type , Ragnar Fjalar Lárusson , Ragnar Már Nikulásson, Sindri Leifsson, Sigurður Atli Sigurðsson, Skarphéðinn Bergþóruson, Snorri Ásmundsson, Solveig Pálsdóttir, Sophie Gough, Steinunn Marta Önnudóttir, Styrmir Örn Guðmundsson, Svavar Pétur Eysteinsson, Þór Sigurþórsson, Þórarinn Ingi Jónsson, Þórsteinn Sigurðsson, Þorvaldur Jónsson, Örn Alexander Ámundason.

Einnig verður til sýnis grafíkmappan „13 Þrykk,“ sem er samvinnuverkefni Týsgallerís og Listaháskóla Íslands og innheldur grafíkverk eftir 13 listamenn, gerð í 30 eintökum.

Öll verkin voru gerð á prentverkstæði LHÍ í Laugarnesi og hafði Jóhann Ludwig Torfason umsjón með verkefninu. Listamennirnir eru: Baldur Geir Bragason, Davíð Örn Halldórsson, Gabríela Friðriksdóttir, Guðmundur Thoroddsen, Helgi Þórsson, Kristín Eiríksdóttir, Lilja Birgisdóttir, Logi Leó Gunnarsson, Sara Riel, Sirra Sigrún, Snorri Ásmundsson, Steingrímur Eyfjörð og Þórdís Erla Zoega

Skrifaðu ummæli