X – MART JÓLAMARKAÐUR Í GALLERY GALLERA

0

GALLERY

Nokkrir listamenn hafa tekið sig saman og opnað vinnustofu, gallerý og búð á Laugavegi 33 efri hæð sem kallast Gallery Gallera. Hugleikur Dagsson, Örn Tönsberg, Óli Gumm og Bobby Breiðholt sýna þar verk og starfa þar með einum eða öðrum hætti.

mynd_bud1

Gallerýið stefnir á að gefa ungum listamönnum tækifæri til þess að sýna verk sín með reglulegu millibili og mun fyrsti viðburðurinn tengdur því verða haldinn dagana 19.-23.desember og mun kallast X-Mart í tilefni jólanna.

mynd_bud2

Listamennirnir Óli Gumm og Örn Tönsberg hafa séð um undirbúning en þeir hvetja fólk til þess að koma, skoða spennandi listaverk og jafnvel fjárfesta í spennandi jólagjöf. Það verður boðið uppá léttar veitingar og ljúfa tóna og hefst gleðin á laugardaginn kl 15:00.

Listamenn:

Sölvi Dúnn, Viktor Weisshappel, Thordis Erla Zoega, Helgi Einarsson, Oli Gumm, Örn Tönsberg, Hugleikur Dagsson, Kristín Morthens, Bobby Breiðholt.

Dj’s:

Viktor Birgiss, Robot Disco, Dj AnDre.

Comments are closed.