WAY DOWN WE GO MEÐ KALEO Í ÞRIÐJA SÆTI YFIR BESTU LÖG 2016 AÐ MATI BILLBOARD

0

kalkal

Hljómsveitin Kaleo heldur áfram að sigra heiminn! Enn og aftur nær sveitin að toppa sig en lagið „Way Down We Go“ hampaði þriðja sætinu á Billboard Alternative Songs chart. Þetta telst vera vægast sagt glæsilegur árangur og í ljósi þess að ekki hefur ný sveit með fyrstu útgáfu náð svona hátt síðan árið 2010. Þá var það lagið „Somebody That I Used to Know“ með Gotye sem náði fyrsta sætinu þannig það má með sanni segja að Íslensku drengirnir séu komnir í ansi góðan félagsskap.

kaleo v 2

Einnig er lagið „No Good“ í 42 sæti en lagið náði hæðst í 9 sæti í júlí 2016. Strákarnir frá Mosfellsbæ eru búnir að meika það eins og sagt er og á velgengnin eingöngu eftir að halda áfram!

Billboard listann má skoða hér.

Hér fyrir neðan má hlýða á lögin „Way Down We Go“ og “No Good.“

http://www.officialkaleo.com/

Skrifaðu ummæli