WASABI ER EKKI BARA KRYDD

0

Tónlistarmaðurinn Ottó Tynes eða Wasabi eins og hann kallar sig hefur svo sannarlega komið víða við á löngum og viðburðarríkum ferli! Wasabi er eins manns hljómsveit / verkefni þar sem Ottó semur öll lög og texta.

„Þetta eru flest allt gömul lög (4-6 ára) en sum eru aðeins nýrri. Draumurinn var alltaf að gefa út plötu og það er það sem ég er að gera.“

Ottó er búinn að taka upp fjögur lög af níu laga plötu. Snillingurinn Arnar Guðjónsson (Leaves / Warmland) sér um upptökustjórn en hann sér einnig um að spila alla gítara og bassa. Addi trommari (Stolía, Dr. Spock, Mugison o.fl)) negldi trommunum inn eins og honum er lagið.

Ottó segir að fleiri munu koma að plötunni, ef þetta verður að veruleika en kappinn er að safna fyrir plötunni á Karolina Fund og mælum við eindregið með að fólk kynni sér málið nánar!

Skrifaðu ummæli