Vonast eftir því að draga fram sólina úr felum

0

Raf­tón­list­ar­dúóið KAJAK frá Reykja­vík hafa verið duglegir að pródúsa nýja tónlist. Hljóm­sveit­in hefur nú gefið út nýja smá­skífu sem nú er hægt að nálg­ast á Spotify ásamt öðrum tónlistarveitum. Lagið „Shine“ er skemmtilegur og sólríkur sumarslagari sem kemur manni í góðan fíling.

„Við vorum að vonast eftir því að draga fram sólina úr felum með nýju smáskífunni „Shine.” Það virðist hafa virkað eitthvað aðeins og vonandi hellist sólskinið yfir okkur núna.“ – Hreinn Elías­son og Sig­ur­mon Hart­mann Sig­urðsson um ástæður fyrir nafni lagsins.

KAJ­AK hef­ur verið líkt við sveit­ir á borð við Miike Snow, MGMT og The Kni­fe. Tón­list­in inni­held­ur skemmti­legt frum­byggja popp sem iðar af lífi og lög­in eru dansvæn og gríp­andi en búa einnig yfir ákveðinni dýpt og dulúð. Þessa stund­ina eru þeir Hreinn og Sig­ur­mon að leggja loka­hönd á fjölda smáskífna sem koma út á næstu mánuðum.

Hægt er að fylgj­ast með Kaj­ak á Face­book og Instagram síðum sveit­ar­inn­ar sem og á kajakmusic.com

Skrifaðu ummæli