Von, ást, sigrar og eftirsjá

0

Hafnfirska hljómsveitin Uggla var að senda frá sér nýtt jólalag sem nefnist „Fairytale of 49th street.“ Lagið fjallar um vonir, sigra, ástir, eftirsjá og nýtt upphaf. Lag og texti er eftir Valdimar Þór Valdimarsson.

Meðlimir Ugglu hafa fengist við hin ýmsu tónlistarverkefni í gegnum tíðina en Kjartan Orri gítar og munnhörpuleikari gaf út plötuna Sum of all things undir sólóverkefni sínu koi fyrir sex árum síðan. Valdimar Þór söngur og gítarleikari spilar reglulega með KSF (Killer sounding frequencies). Kjartan Þórisson trymbill spilaði með hinni goðsagnakenndu PPPönk sem gaf út EP plötu undir merkjum Smekkleysu árið 1997. Bassaleikarinn Viðar Hrafn hefur leikið með hinum ýmsu böndum til að mynda FH, hljómsveitinni Hafnarfjarðarmafíunni og með Skrímslunum. Fyrir rúmu ári síðan sendi hljómsveitin frá sér sína fyrstu plötu sem nefnist Straumur.

 

Skrifaðu ummæli