Volcanova sendir frá sér nýtt lag og herjar á Skotland

0

Hljómsveitin Volcanova var að senda frá sér sitt fyrsta lag af komandi plötu en það ber heitið „Super Duper Van.” Lagið er virkilega þéttur rokk slagari og ef þú lesandi góður ert með sýtt hár ekki hika við að standa upp og sveifla því í nokkra góða hringi!

Á næstu dögum leggur Volcanova land undir fót og herjar á Skotland en þar spilar sveitin á fernum tónleikum! Við bíðum spennt eftir plötunni en þangað til hækkum við í botn og hlýðum á ofangreint lag!

Skrifaðu ummæli