VÖK GEFUR ÚT SÍNA FYRSTU BREIÐSKÍFU

0

Vök er lögð af stað í fjögurra vikna tónleikaferð um Evrópu að fylgja á eftir þessari nýju breiðskífu sinni.

Hljómsveitin Vök sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu Figure á morgun föstudag 28. apríl. Það er Record Records sem gefur út á Íslandi en hún kemur út á vegum Nettwerk sem sveitin gerði nýlega útgáfusamning við um útgáfu á plötunni á öðrum markaðssvæðum.

Vök hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi frá því að þau unnu Músíktilraunir 2013. Síðan þá hefur sveitin sent frá sér tvær stuttskífur (EP) og hefur lögum þeirra verið streymt yfir 10 milljón sinnum á Spotify.

Hér má sjá plötu umslagið.

Öll lögin á Figure eru ný og áður óútkomin. Á dögunum kom út tónlistarmyndband við lagið „Show Me“ sem kom upprunalega út hér á landi í nóvember á síðasta ári en var gefið út aftur í endurhljóðblandaðri útgáfu á dögunum eins og það er á breiðskífunni.

Vök er lögð af stað í fjögurra vikna tónleikaferð um Evrópu að fylgja á eftir þessari nýju breiðskífu sinni. Útgáfutónleikar verða haldnir á Íslandi í Gamla Bíói fimmtudagskvöldið 8. Júní. Miðasala hefst á útgáfudegi plötunnar, föstudaginn 28. Apríl kl. 10 á Tix.is. Auður hitar upp.

Skrifaðu ummæli