VOID ZIZ OG K. FENRIR FAGNA NETLABEL DAY

0

void ziz

Til að fagna Netlabel Day annað árið í röð hefur Þ Kollektiv gefið út hið einstaka hljóðsamvinnuverkefni „Fyrirsátursflói“ eftir void Ziz og K. Fenrir. Void Ziz (Ísland) og K. Fenrir (Holland) eiga sér langa sögu saman í tónlistinni, en þó er þetta í fyrsta skipti sem eiginlegt samvinnuverkefni hefur orðið af veruleika. Afrakstur erfiðisins er 34 mínútur af drunum, suði, andrúmstónlist og hljóðlist.

fenrir

Líkt og Netlabel Day útgáfa síðasta árs frá Þ Kollektiv, þá er þessi útgáfa ókeypis (frjáls framlög) og skráð undir Creative Commons NonCommercial-Sharealike 4.0 International leyfinu. Gefur það öðrum listamönnum möguleika á að vinna með og nýta sér efni útgáfunnar á mjög svo frjálslegan hátt.

Hægt er að nálgast útgáfuna beint frá heimasíðu Þ Kollektiv og einnig frá Bandcamp.

 

Fylgist nánar með hér:

http://www.thornkollektiv.cc
http://voidziz.thornkollektiv.cc
http://kfenrir.thornkollektiv.cc
https://www.facebook.com/thornkollektiv
https://twitter.com/thornkollektiv

Comments are closed.