VIVID BRAIN OG KSF MALLA SAMAN EITRAÐAN KOKTEIL

0

vivid-22

Hljómsveitin KSF (Killer Sounding Frequencies) og rapparinn Vivid Brain leiða saman hesta sína í glænýju lagi og myndbandi sem nefnist „What´s Love.“ KSF bræður hafa verið afar duglegir við að gefa út efni síðan árið 2011 og fólk farið að taka eftir stílnum þeirra. Friðrik og Sigurjón (KSF) hittu Jón Magnús Arnarson (Vivid Brain) í miðbænum og fóru þeir að tala saman um tónlist og kom upp sú hugmynd að vinna saman.

„Það hefur verið langþráður draumur að vinna með Vivid Brain þar sem að við erum búnir að þekkjast í dágóðan tíma og jón er algjör goðsögn í rapp senunni á íslandi! Kappinn á heiðurinn af nokkrum bestu underground hip hop lögum sem gerð hafa verið „To Date” á íslandi og er ekkert lítið fær textasmiður og rappari og er það heiður að eiga núna lag með kappanum sem gekk líka svona helvíti vel upp!“ – Friðrik Thorlacius / KSF.

ksf1

KSF eru búsettir í Svíþjóð og var lagið unnið í gegnum netið og fljótlega kom í ljós að það væri ekkert annað í stöðunni en að skella í eitt stykki myndband. Vivid Brain á hugmyndina að myndbandinu og er mótleikari hans sem og klippari myndbandsins Sunneva Ása Weisshappel. Útkoman er einkar glæsileg!

Það má segja að þetta samstarf KSF & Vivid Brain sé búið að vekja kappann upp til lífsins og er alls ekki ólíklegt að það heyrist meira frá þeim félögum enda nóg til að vinna með!

Texti:

Vivid Barn, akarn, eigin bakhjarl
Hlæ að ofurhetjupussum enda sjálfur rappjarl
dans’ í gegnum daginn, breytist svo í nátthrafn
þetta bít er ekki ‘eina sem ég pounda taktfast
rough, rugged, raw, rytmi
drykkur, dans, daður, taxi
hlýja, losti, sexí, silki
snerting, flenging, hart, stórt
sá þig fyrr í kvöld renna af barstól
kjálki minn og tunga duttu on floor
drunken dance-devils í slo-mo
kleópötru kynþokki og Faraó
þetta verður farsælt eða hitt þó
bæði partíljón og alltof fokkin skapstór
bad boy, bad bitch rómó
en ég er til ef þú ert til, let’s go
óóó! svo sprakk allt upp
seldi minn skúnk og við snorkuðum duft
svömluðum saman, komumst aldrei á þurrt
rifumst og riðum og rock og roll rugl
þú varst alltaf sull, ég var alltaf staur
fokkin filthy rík þó við ættum aldrei einn aur
eins og seinn maur, skreið gegnum lífið
egó par excellance, risastór trítill
grændið og bítið, vændið og weedið
þegar þú gláptir var ég aldrei lítill
rímið og rúmið, tíminn og tómið
með þig í fanginu, I fuckin’ owned it
got thick and you had never blown it
quick spit before you get to hold it
blew up in your face but I learned to control it,
‘cause every moment with you is atonement
so, oh, bang to the beat, let’s blow, yo
up from head to toe
swing for the fence, don’t miss, don’t go
cause I’ll cover that distance quick, do slow
yeah you telling me you don’t know,
that I lust and love for you
live life and love for you
got me pondering why the fuck I never proposed to you, giiirrrlll…

(What’s love got to do with it..)

Hlýjan í hörkunni, hlýðnin í hasarnum
gullfallegt móment þegar hvorugt nær andanum
snerting rafmögnuð, engin fró í orðunum
fingur fara af stað og leika sér á endanum
förum bæði yfir um og endurtökum leikinn
herrann sér um hóruna og stúlkan sér um drenginn
berjum bassatrommuna og þenjum hjartastrenginn
hoppaði yfir búðarskenkinn, vildi ná í hunang
datt í mega munch, slurpaði poonani
biður mig um mikið meira meðan ég er að því
lengra, hærra, dýpra, nánar
á fjörur í fjarska og að botni sjávar,
þar sem blautsólin glitrar á margstrenda fiska og saltmettaða regndropa
hnokki og hnáta, hönd í hönd
herra sóði og frú subba kanna óþekk lönd
fæ ekkert rönd við reist, hversu lítið er við eina fjöl felldur
kveiktu í sígó fyrir okkur bæði, hér er eldur
þú ert mér meira virði en allt þó ég sé ofurseldur
og aðrar mega eiga sig, ég læt sem ég sé geldur
þó að ég sé stundum dauður drengur,
þá ert þú ekkert minna flækt heldur
og ég veit ekki alveg hvað veldur
og ég vildi að ég skildi það betur..

Af hverju við erum alltaf jafn óundirbúin fyrir ferðalagið,
gegnum okkar kaldlynda og hrjóstuga tilfinningavetur,
í stað þess að sitja umvafin hlýjum höndum allra eilífra frjálsra ásta,
með rafmagnaða fingurgóma og regnbogalit fiðrildi í maga,
í fjarska, víðáttumiklir akrar af svörtum rósum í blóma,
og lúðrar þeir gjörsamlega óma..
tíðnisvið tónlistarinnar tætir alla míkrafóna og gerir orð mín loks óþörf
svo ég heyri loks hjarta þitt slá slög,
þróa með mér tálkn og kafa djúpt í þína jörð
ætlum við í alvöru að sitja hérna og horfast í augu til eilífðar,
á meðan fortíðin étur okkur lifandi??
Ég trúi ekki að þá sé öll sagan sögð
Neita trúa því við munum aldrei eignast börn
Fokk!
Hvenær ætla ég að þegja, hætta að segja og fara gera
Elska meira og missa minna
Sakna þinna gáfna, brjósta, húmors og stinnra rasskinna
Veist af mér doin’ my thang
Væri voða næs að detta í nett geim..
Luv luv

(so, oh, bang to the beat..)

Comments are closed.