VÍSINDASKÁLDSKAPUR ALDREI LANGT UNDAN

0

Tónlistarmaðurinn Sveimur eða Guðlaugur Bragason eins og hann heitir réttu nafni var að senda frá sér glænýtt lag sem ber heitið „Journey.” Lagið er tekið af væntanlegri plötu kappans en hún kemur út á mánudaginn 3. Apríl.

Söngkonan Ylfa Marín ljáir laginu rödd sína og gerir hún það listarlega vel! „Journey” er í anda Sci Fi kvikmyndatónlistar og tónar og bylgjur þess taka hlustandann í heljarinnar ferðalag. Okkur hlakkar til að hlýða á plötuna í heild sinni en þangað til, skellið á play og njótið!

Skrifaðu ummæli