VIRTASTA TEKNÓÚTGÁFA SAMTÍMANS GEFUR ÚT Á 180 GRAMMA VÍNYL

0

thule jess

Í dag, 21. nóvember, kom út nýjasta afurð Thule útgáfunnar, sem er ein elsta og virtasta teknóútgáfa samtímans. Útgáfan, sem er einungis fáanleg á 180 gramma vínyl, er samstarfsverkefni tveggja reyndra raftónlistarmanna – Octal Industries (sem er einnig þekktur sem Ruxpin og einn af meðlimum Asonat) og OHM (sem er hefur gefið út á Möller Records undir nöfnunum Sonord og Mr. Signout).

umslag

Útgáfan, sem ber heitið Sedna, hefur nú þegar fengið glæsilegar viðtökur og þekktir erlendir plötusnúðar, t.a.m. Laurent Garnier, Josh Wink og fleiri, keppast við að lofa hana í hástert. Tónlistin er naumhyggjukennd teknótónlist með döbbívafi. Hún er í senn taktföst og dáleiðandi – og virkar bæði fyrir dansgólfið sem og heimahlustun.

thule-2

Thule útgáfan hefur komið eins og stormsveipur aftur inn í danstónlistarsenuna eftir þónokkuð hlé. Fyrsta nýja útgáfa fyrirtækisins í hartnær tólf ár kom út fyrr á árinu, en það var tólf tommu vínylútgáfa með teknótröllinu Exos – og rauk fyrsta upplagið af henni út á mettíma. Framundan hjá útgáfunni eru tvær nýjar útgáfur fyrir jól með listamönnunum NonniMal og Waage, en fljótlega á nýja árinu má búast við glæsilegum safndisk sem hefur upp á bjóða það besta sem er að gerast í íslenskri teknótónlist í dag.

Hér má finna útgáfuna:

www.juno.co.uk/products/octal-industries-vs-ohm

https://twitter.com/ThuleRecords

http://www.juno.co.uk/labels/Thule+Iceland/

https://www.residentadvisor.net/record-label.aspx?id=10980

https://soundcloud.com/thule-records

Skrifaðu ummæli