VIRKUR Í ÍSLENSKU RAFTÓNLISTARSENUNNI Í YFIR ÁRATUG

0

stebb

Tónlistarmaðurinn Steve Sampling sendir frá sér tvöfalda smáskífu en hún ber heitið Eisenbahn // Time. Platan er blanda af house og techno, með dassi af acid og bigbeat. Steve Sampling hefur komið víða við á löngum viðburðarríkum ferli og hefur hann verið virkur í íslensku raftónlistarsenunni í yfir áratug.

steve

Kappinn hefur verið búsettur í Berlín frá árinu 2015 og unir honum ansi vel þar í borg! Hér er á ferðinni einstaklega frábær plata og mælum við eindregið með því að skella þessu konfekti í eyrun og njóta! Það er íslenska raftónlistarútgáfan Möller Records sem gefur plötuna út en hana má nálgast hér.

Skrifaðu ummæli