Vio á blússandi siglingu – nýtt lag og plata á leiðinni

0

Hljómsveitin Vio var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Blindfolded.” Lagið er tekið af annarri plötu sveitarinnar sem er væntanleg á næstunni en sveitin sendi frá sér plötuna Dive In árið 2015.

Myndbandið er einkar skemmtilegt en það er hlaðið klippum úr gammallri kvikmynd. Vio er ein framsæknasta sveit landsins og hlakkar okkur mikið til að hlýða á nýju plötuna!

 

Skrifaðu ummæli