VÍNYLPLÖTU OG TÓNLISTARDAGUR MÓTORSMIÐJUNNAR 5. DESEMBER

0

motor

Hinn árlegi Vínylplötu og tónlistardagur Mótorsmiðjunnar verður haldinn í fjórða sinn þann 5. desember næstkomandi. Það verður sannkölluð markaðsstemming en það verða sex til átta söluborð, þannig nóg verður að gramsa í.  Mótorsmiðjan er góðgerðarfélag svo allur ágóði dagsins af sölubásum og sjoppu rennur til Barnaspítala Hringsins. Kaffi,gos og léttar smáveitingar verða til sölu fyrir klink.

motor 3
Herlegheitin byrja stundvíslega kl 13:00 og stendur stuðið til kl 18:00.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með bás og selja vínylplötur hafið samband á: eiki@hrafnarmc.is
Skelltu þér á vínylplötu og styrktu gott málefni í leiðinni.

Comments are closed.