VÍNYLPLATAN „ON WITH THE SHOW“ MEÐ BIOGEN KEMUR ÚT 27. MAÍ OG ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Í HÖRPU

0

Sigurbjörn Þorgrímsson, eða Bjössi Biogen eins og flestir þekktu hann sem, var einn af frumkvöðlum og drifkröftum íslenskrar raftónlistar á árunum 1992 til 2011. – Ljósmynd: Jean Marie Babonneau.

Þann 27. maí næstkomandi mun vínylplatan On With The Show með Biogen koma út og að því tilefni verða haldnir útgáfutónleikar í Björtum Loftum í Hörpunni sama dag. Fram koma góðvinir listamannsins, svo sem Bix, Agzilla, Skurken og Orang Volante. Í raun er um að ræða tvöfalt útgáfuhóf, þar sem vínylútgáfan When I Was 14 kom einnig út í vikunni á hinu virtu útgáfufyrirtæki Trip og er Biogen með lag á þeirri útgáfu ásamt Aphex Twin og fleirum.

Biogen1

Sigurbjörn Þorgrímsson, eða Bjössi Biogen eins og flestir þekktu hann sem, var einn af frumkvöðlum og drifkröftum íslenskrar raftónlistar á árunum 1992 til 2011. Hann var einn af stofnmeðlimum Thule útgáfunnar og Weirdcore-hópsins. Hann lést í byrjun febrúar 2011 eftir langa baráttu við geðhvarfasýki (bipolar/manic depressive disorder) – sjúkdóminn sem hafði haft mikil áhrif á lífshlaup hans og listsköpun.

biogenpp

Aðgangur er ókeypis og verður hægt að fjárfesta í útgáfunni og þeir sem tóku þátt í söfnunni á Karolina Fund geta vitjað sín eintök í Hörpunni, en þeir sem komast ekki þurfa ekki að örvænta þar sem heimsending verður á útgáfunum sem ekki verða sóttar á útgáfuhófinu.

Útgáfan á Bandcamp:

 

Útgáfan When I Was 14 á Bleep:

https://bleep.com/newsletters/afx-trip-tip

Comments are closed.