Vinna í upptökum á óútgefnu efni

0

Hljómsveitin Nýríki Nonni hefur undanfarið verið að vinna í upptökum á óútgefnu efni í stúdíó Hljóðsmiðjan hjá Pétri Hjaltested. Sveitin vinnur að átta til tíu lögum sem kemur svo út á Cd og vínyl auk þess sem þau verða sett á helstu streymisveitur.

Útgáfutími miðast við vor/sumar en fyrsta lagið kemur út þann 22. febrúar næstkomandi.  Sveitin verður með röð útgáfutónleika í Reykjavík og á landsbyggðinni með vorinu. Öll lög og textar eru frumsamin og hafa félagarnir notið dyggrar aðstoðar Péturs með útsetningar og upptökur laganna.

Skrifaðu ummæli