„Vinátta okkar byrjaði með sameiginlegri ást á þessu bandi“

0

Björn og Andri á Guns N Roses tónleikum í Berlín nú í Júní.

Eins og flest allir vita er stórsveitin Guns N Roses væntanleg til landsins en sveitin kemur fram á Laugardalsvelli þann 24. Júlí næstkomandi. Guns hafa átt ófáa smelli í gegnum tíðina en hver hefur ekki raulað, Paradise City eða Sweet Child Of Mine á sinni lífstíð!

Útvarps og sjónvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson og Ljósmyndarinn Björn Árnason eiga það sameiginlegt að vera svokallaðir “Hardcore“ aðdáendur sveitarinnar og segir Björn að vinátta þeirra hafi byrjað af sameiginlegri ást á þessari frábæru sveit. Drengirnir blása til heljarinnar Pub Quiz á Skúla annað kvöld miðvikudaginn 11. Júlí og að sjálfsögðu verður eingöngu spurt um Guns N Roses!

Albumm.is náði tali af Birni og svaraði hann nokkrum skemmtilegum spurningum.


Eruð þið miklir Guns N Roses aðdáendur og hvað er það við sveitina sem heillar ykkur?

Okkur finnst þetta fáránleg spurning! Við erum hardcore fans! Má segja að vinátta okkar hafi í raun byrjað af sameiginlegri ást af þessu bandi og við verðum held ég bara meiri og meiri aðdáendur sem á líður. Það er bara allt geggjað við þetta band, við erum meira segja með Guns N Roses tattoo til að staðfesta hollustu okkar við bandið.

Andri og Slash á góðri stundu.

Nú er sveitin að spila hér á klakanum, á ekki að mæta og hafið þið séð sveitina áður á tónleikum.

Við erum báðir að fara og við höfum séð Guns áður. Andri sá Guns með Axl Rose og einhverjum session leikurum í Hollandi fyrir einhverjum 15 árum sirka. Við fórum svo á þá í Köben í fyrra en það var ekki nóg fyrir okkur þannig að við fórum líka að sjá þá í Berlín núna í Júní. Það var því skemmtilegt viðbót að heyra að þeir væru að koma hingað að spila líka.

Við hverju eiga tónleikagestir von á eiginlega og hvernig er sveitin live í dag?

Bandið er geggjað! Við erum með Axl, Slash og Duff ásamt góðu föruneiti. Það sem fólk má eiga von á er geggjuðu showi, öllum þeirra bestu lögum. Fólk á líklegast ekki von á því að okkar maður Axl Rose mæti 2-3 tímum of seint eða rjúki af sviðinu og stoppi tónleikana af þegar þeir eru rétt byrjaðir útaf einhverju sem honum mislíkar. En það er aldrei að vita. Það væri upplifun líka, allavegana fyrir okkur.

Björn, Andri og félagar á leið á Guns tónleika í Júní 2017.

Nú eruð þið með sérstakt Guns N Roses pub quiz á Skúla á morgun. Hverskonar spurningar verða á boðstólnum og er ekki af nægu að taka?

Við erum búnir að henda í geggjaðar spurningar. Má segja að þetta sé fyrir alla, en þeir sem telja sig vera harða Guns N Roses aðdáendur fá líka tækifæri til að skína. Andri mun vera spyrill, við spilum Guns allt kvöldið og tilboð verða á barnum. Það eru hreinlega geggjaðir vinningar fyrir þann sem vinnur en við erum að tala um uppfærslu á hefbundum miða á tónleikana í VIP miða,  15 þúsund króna gjafabréf í tattoo hjá Sölva Dún. 10 þúsund kr. Gjafabréf á Skúla Craftbar ásamt vel völdum bjórflöskum.

Hvenær byrja herlegheitin og eitthvað að lokum?

Quizið sjálft byrjar um eða rétt upp úr 8 og mælum við með því að allir Guns N Roses aðdáendur láti sjá sig því við lofum góðri skemmtun og góðri upphitun fyrir tónleikana!

Facebook viðburðinn má sjá hér.

Skrifaðu ummæli