VILTU VERA Í HLJÓMSVEIT?

0

Í kvennarokkinu öskrum við og pönkumst, lærum á nýtt hljóðfæri, semjum lag og spilum á tónleikum, njótum þess að vera í góðum og skapandi félagsskap, slöppum af en sleppum líka af okkur beislinu og fáum góða útrás!

Kvennarokkið verður haldið dagana 2. til 4. júní í Reykjavík. Skráning er hafin fyrir 18 ára og eldri konur, trans menn, kynsegin og intersex einstaklinga. Við hvetjum sérstaklega þáttakendur á öllum aldri til að taka slaginn og skrá sig!

Aðgengi er gott fyrir fólk með hreyfihömlun. Frí og niðurgreidd pláss eru í boði.

Skráning og allar upplýsingar á stelpurrokka.org

Skrifaðu ummæli