VILL KYNNA FYRIR ÍSLENDINGUM NÝJA TÓNLISTARSTEFNU

0

Hilmar Harðarson eða Mjöll eins og hann kallar sig er 19 ára tónlistarmaður sem er fæddur og uppalinn í bandaríkjunum en býr í dag á íslandi. Kappinn var að senda frá sér nýtt lag og myndband sem heitir „Lemonade“ en hann sendi einnig frá sér lagið „Daydreamer“ í júní síðastliðinn og er það fyrsta lagið sem hann sendir frá sér.

Mjöll komst að ást sinni við tónlist þegar hann var krakki og hefur síðan verið að vinna með tónlist. Markmiðið hans er að koma inn með nýjan tónlistarstefnu fyrir íslendinga og verður spennandi að fylgjast nánar með.

„Lemonade er aðeins öðruvísi en tónlist sem fólk gefur frá sér á íslandi og það er nákvæmlega það sem ég var að stefna á að gera, mig langar að vekja athygli fyrir svona tónlist því það er svo mikið líf í svona lög og það er hægt að dansa endalaust við svona tónlist.“ – Mjöll

Lemonade er fyrsta house/rafmagnslag sem Mjöll hefur sungið yfir og stefnir hann í að gera fleiri svona lög. Lagið er útsett af þekktum frönskum aðila sem kallar sig GRG og stefna þeir á að gefa frá sér fleiri lög og plötur í framtíðinni.

Skrifaðu ummæli