Vill barnið þitt læra á hjólabretti? – Skráning er hafin á næsta námskeið

0

 

Skráning er hafin á næsta námskeið hjá Hjólabrettaskóla Reykjavíkur sem hefst laugardaginn 23. Júní og sunnudaginn 24. Júní. Líkt og á fyrri námskeiðum er það Steinar Fjeldsted sem sér um kennsluna en hann hefur um þrjátíu ára reynslu af hjólabrettum, hefur tekið þátt í fjölda keppna bæði hér á landi og erlendis og verið viðloðinn brettanámskeiðum í um fimmtán ár. Honum til halds og traust verður hjólabrettakapparnir Eyþór Mikael og Dagur Örn en þeir hafa kennt á hjólabrettanámskeiðum í nokkur ár.

 

Farið er yfir öll helstu grunnatriði hjólabrettaíþróttarinnar eins og t.d. ýta sér, hvernig á að standa, snúa við, líkamsstöður og Ollie (hoppa) svo fátt sé nefnt. Fyrir þau sem eru örlítið lengra komin verður farið í ögn flóknari hluti eins og t.d. Kickflip, Shovit og jafnvel 360 flip.

Á námskeiðinu er hjálmaskilda en einnig eru allir hvattir til að koma með þær hlífar sem viðkomandi á. Nauðsynlegt er að eiga hjólabretti eða mæta á námskeiðið með eitt slíkt.

 

Námskeiðið fer fram í aðstöðu Jaðar Íþróttafélags í Dugguvogi 8 og byrja þau kl 10:00 og standa til kl 11:30 og eru í fjögur skipti. Námskeiðið kostar 10.000 kr og fer skráning fram á hjolabrettaskoli@gmail.com, nafn og kennitala barns þarf að fylgja skráningu, nafn og símanúmer forráðamanns og hvaða dag á að skrá barnið, (laugardaga, sunnudaga eða á þriðjudögum).

Hægt er að sjá nánar um starfsemina okkar hér.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Skrifaðu ummæli