VILDI ÞRÓAST FRÁ PÖNK ATTITJÚDI OG LÆRA Í LEIÐINNI

0

Danska tónlistarkonan IDK IDA var að senda frá sér brakandi ferska plötu sem ber heitið The Bug. Ida Schuften Juhl eins og hún heitir réttu nafni er búsett hér á landi og hefur hún verið nokkuð áberandi í íslenku tónlistarlífi!

Ida flutti til íslands árið 2015 gagngert til að finna tíma til að skapa tónlist og finna sinn hljóm. Í fyrstu nálgast Ida verkefnið með “pönk attitjúdi” og vildi hún þróast þaðan og læra í leiðinni. Hún lærði á píanó sem krakki en vildi brjótast út úr þeim ramma og skapa eitthvað nýtt og spennandi!  

„Eftir að ég flutti hingað er ég búinn að kynnast alveg ótrúlega góðu fólki, við unnum öll á sama kaffihúsi og þau höfðu öll trú á mér. Þau hvöttu mig áfram og buðu mér að vera með í sinni sköpun, þetta hefði ég ekki fundið heima“ – Ida.

Einnig sendi Ida frá sér allar umhverfisupptökurnar sem notaðar eru á plötunni en þær má nálgast hér.

Einnig er hægt að nálgast plötuna á Bandcamp.

Skrifaðu ummæli