VIÐHAFNARÚTGÁFA Á ÍSLENSKRI RAFTÓNLIST

0

mollerrecords-helga050-best-of-moller

Fimmtugasta útgáfa Möller Records leit nýlega dagsins ljós og er það safnplatan Best of Möller Records Vol.1. Um er að ræða 30 laga safnplötu með öllu því besta sem Möller Records hefur sent frá sér frá því að forlagið var sett á laggirnar árið 2011 til dagsins í dag.

Platan inniheldur 30 lög með Íslenskum raftónlistarmönnum sem gefið hafa út efni á vegum forlagsin. Platan kemur út eins og allar útgáfur Möller, rafrænt um allan heim, en einnig í takmörkuðu upplagi á tvöföldum geisladisk sem hægt er að nálgast í Lucky Records og 12 Tónum.

Plötuna er hægt að nálgast stafrænt á vef Möller Records, en einnig á öllum helstu tónlistarveitum eins og iTunes, og Spotify.

Plötuna má nálgast hér.

Comments are closed.